Skip to main content
All Posts By

premisadmin

The Way to the Consciousness of the Heart – How to learn to love?

By Fréttir

Laugardaginn 30. september kl. 10 – 17 verður dagsnámskeið á vegum Jan Ruben, Henning Klibo, Lars Lindhardt og Martin Binderup en þeir hafa starfað saman innan Guðspekisamtakanna í Danmörku í um 20 ár. Námskeiðið fer fram á ensku. Í auglýsingu segir:

The workshop is based on creating personal tools to be able to build a way into the consciousness of the heart. Contents of the program:

What is really the heart? How do we open the heart? The importance of music for the heart. Symbols that express the multiplicity of the heart. How to nourish the heart. How to develop the heart individually, and in the group. How to create individual heart rituals. The dangers that remove the person from his/her own heart into the darkness of the night.

Verð kr. 3.500.-

Colours of Heart – Páskadagskrá með Ann Phillis

By Fréttir

Ann Phillis frá Ástralíu verður með dagskrá dagana 24. til 29. mars undir yfirskriftinni Colours of the Heart – Easter Renewal Retreat. Hver dagur er tileinkaður einum til tveimur litum hjartans. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Ann www.rainbowtara.org eða á skrifstofu samtakanna.

Remembering the furture – Tónleikar

By Fréttir

Hjónin Lars og Hennie Lindhardt frá Danmörku verða með tónleika þriðjudaginn 17. febrúar kl. 20. Þau eru bæði í Guðspekisamtökunum í Danmörku og hafa um árabil spilað í tríóinu Yasodharaband en koma nú fram undir nafninu White Lotus. Þau munu leika eigin lög með því markmiði að heila og upplyfta áheyrendum og skapa þann frið og gleði sem englarnir standa fyrir. Aðgangseyrir er kr. 1.100.-

Hægt er að panta einkatíma hjá Lars en hann málar verndarengla fólks og miðlar skilaboðum frá þeim. 

Cosmic Heart Flow – Fire of Renewal – Helgarnámskeið með Ann og Brenton

By Fréttir

Páskahelgina 9. til 11. apríl 2004 verða hjónin Ann og Brenton Phillis frá Ástralíu með dagskrá í miðstöðinni. 

Föstudaginn 9. apríl kl. 14:30-17 verður námskeiðið Meistari í heiminum þar sem fjallað verður um heimsýn Meistara R og náð umbreytingar og karmaendurlausnar með Lafði Portíu. Verð kr. 1.000.-

Laugardaginn 10. apríl kl. 10-17 verður námskeiðið Alheimslegt hjartaflæði – Eldur endurnýjunarinnar. Fjallað verður um heilunarnáð okkar tíma sem færir gleði, heilun, tilgang og endurnýjun. Verð kr. 6.000.-

Sunnudaginn 11. apríl kl. 14:30 – 17 verður námskeiðið Alheimslegt hjarta – Móðirin: hið flæðandi hjarta sem byggir upp regnbogabrúna í gegnum Móðurina til að ná til allra. Verð kr. 1.000.-

Ann og Brenton eru okkur að góðu kunn. Þau heimsóttu miðstöðina fyrir ári síðan með dagskrá og einkatímum sem þau bjóða einnig upp á að þessu sinni.

Möntrur og hugleiðsluiðkun – Námskeið í nóvember 2003

By Fréttir

Fyrsta námskeiðið af fjórum í röð Hjartaflæði námskeiða þar sem kennd er hugleiðsluiðkun og notkun mantra verður laugardagana 15. og 22. nóvember frá 10-13 og þriðudaginn 25. nóvember kl. 20-22. Möntruiðkun er ævagömul aðferð til að breyta aðstæðum í lífi fólks og til að ná fram betri andlegri, tilfinningalegri og líkamlegri líðan. Þær eru nauðsynlegur hluti af daglegri andlegri iðkun. Með hugleiðsluiðkun má fá fram betri stjórn á hugsunum, tilfinningum og öllu atferli. Hugleiðsluiðkun örvar sambandið við sálina og þar með andlegan þroska okkar. Á námskeiðinu verður kennd undirstöðuatriði hugleiðsluiðkunar og Udhana hugleiðslukerfi Guðspekisamtakanna kynnt. Kennari er Eldey Huld Jónsdóttir. Verð kr. 2.000.-

Karma release and Ascension – Námskeið með Ann og Brenton Phillis

By Fréttir

Ann og Brenton Phyllis frá Ástralíu verða með námskeiðið Hið lifandi ljós hjartans: karmaendur lausn og uppstigning laugardaginn 5. júlí kl. 9:30 – 17:00. Hreinsaðu karmísk mynstur og lyftu sveiflutíðni þinni. Kenndar verða aðferðir til sjálfsheilunar og umbreytingar og til að vekja til lífsins ljós sjálfsins innra með þér. Ann og Brenton hafa stundað guðspeki árum saman og haldið ótal fyrirlestra og námskeið Námskeiðið fer fram á ensku. Verð kr. 5.500.-

Regnbogaheilunarhringur – Námskeið 13. mars 2003

By Fréttir

Fimmtudaginn 13. mars kl. 20 verður námskeiðið Regnboga heilunarhringur. Regnboga heilunarhringur er röð leiddra heilunarhugleiðsla þar sem unnið er með hið guðdómlega heilunarljós Hjartaflæðis í gegnum mismunandi eiginleika og liti. Hugleiðslurnar er hægt að nota með það markmið að heila jörðina og mannkynið. Á námskeiðinu er kynning á hugleiðslunum og fá þátttakendur þær síðan í hendur til að nota fyrir sig eða með öðrum. Höfundar þessara hugleiðsla eru Ananda Tara Shan og Annie Hartley-Allen. Þátttökugjald er kr. 200 auk þess sem greiddur er prentkosnaður bæklingsins sem inniheldur sjö hugleiðslur.

Heilunarskólinn 4. ár – Kennsla hefst í október 1999

By Fréttir

Nemendum Guðspeki-heilunarskólans sem lokið hafa tveggja ára grunnnámi og 3. árs framhaldsnámi skólans býðst að taka þátt í fjórða árinu sem samanstendur af fjórum helgum frá október nk. til mars 2000 auk sérstakrar útskriftarhelgar "Vængjaðs heilara" sem fram fer í maí 2000. Áhugasamir hafi samband við Eldeyju Huld Jónsdóttur skólastjóra skólans.