Skip to main content

Cosmic Heart Flow – Fire of Renewal – Helgarnámskeið með Ann og Brenton

By janúar 1, 2004apríl 16th, 2021Fréttir

Páskahelgina 9. til 11. apríl 2004 verða hjónin Ann og Brenton Phillis frá Ástralíu með dagskrá í miðstöðinni. 

Föstudaginn 9. apríl kl. 14:30-17 verður námskeiðið Meistari í heiminum þar sem fjallað verður um heimsýn Meistara R og náð umbreytingar og karmaendurlausnar með Lafði Portíu. Verð kr. 1.000.-

Laugardaginn 10. apríl kl. 10-17 verður námskeiðið Alheimslegt hjartaflæði – Eldur endurnýjunarinnar. Fjallað verður um heilunarnáð okkar tíma sem færir gleði, heilun, tilgang og endurnýjun. Verð kr. 6.000.-

Sunnudaginn 11. apríl kl. 14:30 – 17 verður námskeiðið Alheimslegt hjarta – Móðirin: hið flæðandi hjarta sem byggir upp regnbogabrúna í gegnum Móðurina til að ná til allra. Verð kr. 1.000.-

Ann og Brenton eru okkur að góðu kunn. Þau heimsóttu miðstöðina fyrir ári síðan með dagskrá og einkatímum sem þau bjóða einnig upp á að þessu sinni.