
Gestur Guðspekisamtakanna á þessari önn er Tara Govinda Rose sálfræðingur, kennari og andlegur heilari frá Ástralíu sem einnig var með námskeið hér á síðasta ári. Hún verður með tvö námskeið helgina 27. og 28. maí og laugardaginn 10. júní. Einnig verður hún með fyrirlestrana Gullgerðarlist á nýöld fimmtud. 1. júní kl. 20, Messíasarkomplexinn fimmtud. 8. júní kl. 20 og Svipting tálvona þriðjud. 13. júní kl. 20. Að auki verður Tara með einkatíma í andlegri heilun og regression. Skráning í miðstöðinni.