Skip to main content

Hjónin Lars og Hennie Lindhardt frá Danmörku verða með tónleika þriðjudaginn 17. febrúar kl. 20. Þau eru bæði í Guðspekisamtökunum í Danmörku og hafa um árabil spilað í tríóinu Yasodharaband en koma nú fram undir nafninu White Lotus. Þau munu leika eigin lög með því markmiði að heila og upplyfta áheyrendum og skapa þann frið og gleði sem englarnir standa fyrir. Aðgangseyrir er kr. 1.100.-

Hægt er að panta einkatíma hjá Lars en hann málar verndarengla fólks og miðlar skilaboðum frá þeim.