Skip to main content

Regnbogaheilunarhringur – Námskeið 13. mars 2003

By January 1, 2003April 16th, 2021News

Fimmtudaginn 13. mars kl. 20 verður námskeiðið Regnboga heilunarhringur. Regnboga heilunarhringur er röð leiddra heilunarhugleiðsla þar sem unnið er með hið guðdómlega heilunarljós Hjartaflæðis í gegnum mismunandi eiginleika og liti. Hugleiðslurnar er hægt að nota með það markmið að heila jörðina og mannkynið. Á námskeiðinu er kynning á hugleiðslunum og fá þátttakendur þær síðan í hendur til að nota fyrir sig eða með öðrum. Höfundar þessara hugleiðsla eru Ananda Tara Shan og Annie Hartley-Allen. Þátttökugjald er kr. 200 auk þess sem greiddur er prentkosnaður bæklingsins sem inniheldur sjö hugleiðslur.