Gerast styrktaraðili
Nýja Avalon miðstöðin er rekin með frjálsum fjárframlögum. Miðstöðin er enn fremur rekin án hagnaðar og öll vinna þar er unnin í sjálfboðavinnu.
Með því að gerast Vinur í Hjartaflæði styrkir þú rekstur miðstöðvarinnar með greiðslu árgjalds sem er kr. 6.500 og greiðist í mars ár hvert.
Það að vera Vinur skuldbindur þig á engan annan hátt en að styrkja starf miðstöðvarinnar með fjárframlagi sem nemur ofangreindu árgjaldi.
Við hvetjum ykkur sem viljið styðja við og viðhalda starfsemi miðstöðvarinnar að gerast Vinir í Hjartaflæði, eða með öðrum hætti styðja við starf miðstöðvarinnar með fjárframlagi.
Á dagskrárliðum tekur kaffikrúsin okkar einnig við smærri fjárframlögum.
Þá má nefna að þau sem skrá sig í lífskoðunarfélagið Nýja Avalon miðstöðin hjá Þjóðskrá, slóðin er hér, styrkja einnig starfsemi miðstöðvarinnar því ríkið greiðir sóknargjald viðkomandi til miðstöðvarinnar.
Óskir þú að gerast Vinur eða vilt frekari upplýsingar sendu póst á info@nyjaavalon.is