Skip to main content

Geislarnir sjö – þriggja daga námskeið

By January 1, 2011April 16th, 2021News

Eldey Huld Jónsdóttir verður með námskeiðið Geislarnir sjö laugardagana 19. febrúar, 5. mars og 26. mars kl. 10-14:30. Þátttakendur fá afhent gögn yfir efnið sem tekið er fyrir og geta haldið áfram að vinna með geislana að námskeiði loknu. 

Meðal efnis er: Skilgreining á geislunum sjö; Tilgangur þess að læra um geislana; Geislarnir sem áhrifavaldur í lífi okkar og framþróun á jörðinni; Yfirlit yfir hvern geisla; Styrkleikar og veikleikar fólks á viðkomandi geisla; Dyggðir sem við þroskum á hverjum geisla; Að greina eigin geisla, verkfæri til greiningar; og fleira um eiginleika geislanna.

Skráning í Nýju Avalon miðstöðinni eða hjá Eldey Huld Jónsdóttur í síma 8984373