Skip to main content
Category

News

Þjónusta í Reykjanesbæ

By News

Dagskrá vorannar hófst með heilunarþjónustu í Reykjanesbæ 23. janúar. Þemað var friður, heilun, fyrirgefning og ný von. Fyrirhugað er að halda fleiri heilunarþjónustur úti á landi á árinu og verður sú næsta að Sólheimum í Grímsnesi sunnudaginn 15. maí.

Mikilvægi fyrirgefningar og sátta – Námskeið með Jan, Martin og Lawrence

By News

Laugardaginn 25. september kl. 10-17 verða félagarnir Jan Ruben, Martin Binderup og Lawrence Lindhardt frá Danmörku með námskeiðið Mikilvægi sátta og fyrirgefningar. Námskeiðið samanstendur af stuttum erindum, æfingum og hugleiðslum auk þess sem Lawrence leikur undir söng. Þeir félagar hafa unnið saman í Guðspekisamtökunum í Danmörku áratugum saman og hafa verið hér áður með dagskrá í Nýju Avalon miðstöðinni. 

Plánetuhugleiðslur

By News
Út eru komnar á geisladiskum plánetuhugleiðslur úr bókinni 17 þrep til fullkomnunar. 17 þrep til fullkomnunar ásamt Logaæfingunni mynda Shan hugleiðslukerfið sem Meistarar Helgistjórnarinnar hafa miðlað í gegnum Ananda Tara…
Read More

Ananda Tara Shan – minning

By News

Minnum á uppstigningardag Anöndu Töru Shan þann 16. nóvember. Þá eru liðin sjö ár síðan Ananda lést. Af því tilefni verður opin þjónusta kl. 20:00 í Nýju Avalon miðstöðinni.

Lifandi orð

By News
Væntanlegir eru níu nýir bæklingar úr ritröðinni "Lifandi orð" eftir Ananda Tara Shan. Bæklingarnir heita: Kærleikur, Samúð, Hjartaflæði, Hjartaflæði og vinnustaðurinn, Vegur Hjartans, Karma, Reiði og fyrirgefning, Páskar, Asala hátíð…
Read More

Magdalena, Móðir ljóss – Fyrirlestur í október

By News

Fimmtudaginn 25. október kl. 20 verður Eldey Huld Jónsdóttir með fyrirlesturinn Magdalena, móðir ljóss. Í fyrirlestrinum verður fjallað um líf og starf Maríu Magdalenu og hlutverk hennar í endurlausnarferli mannkynsins. Fyrirlesturinn verður bæði í máli og undir leiddri hugleiðslu. Verð kr. 5.000,-

Mannkyn ljós og skuggar og Vitund hjartans – Tveir fyrirlestrar

By News

Eldey Huld Jónsdóttir verður með tvo fyrirlestra á vorönninni. 

Þriðjudaginn 20. mars kl. 20 verður hún með fyrirlesturinn Mannkyn, ljós og skuggar. Þar fjallar hún um mannkynið og mismunandi hópa innan þess meðal annars út frá skilgreiningum Torkum Saraydarian og Ananda Tara Shan. Verð kr. 5.00.-

Þriðjudaginn 17. apríl kl. 20 fjallar hún um vitund hjartans og ferli þess að flytja vitundina í hjartastöðina og lifa út frá hjartanu. Verð kr. 5.000.-