Skip to main content
Category

News

Ný heimasíða Nýju Avalon

By News

Heimasíða Nýju Avalon miðstöðvarinnar hefur verið uppfærð og fengið nýtt útlit. Endilega skoðið síðuna, m.a. fréttir og myndasíður allt frá stofnun miðstöðvarinnar. 

Arjuna og Dorthe – Kvöldtónleikar

By News

Gestir Nýju Avalon miðstöðvarinnar þetta haustið eru þau Arjuna Govinda frá Ástralíu og Dorthe Klar frá Danmörku. Þau standa fyrir notalegum kvöldtónleikum 5. október kl 19 þar sem þau flytja tónlist frá hjartanu. Tónlistin er úr ýmsum áttum meðal annars möntrusöngur, innblásin lög og íhugunartónlist. Þau flytja söngva sem tengja hlustendur við andann, gleðina og innri frið. Aðgangur er ókeypis.

Kyrrðardagar Sólheimum – Wesak

By News

Dagana 21. til 23. apríl verða árlegir kyrrðardagar á Sólheimum. 

Gestir á Kyrrðardögum að þessu sinni eru Shri Pauli T. Pallesen alþjóðaforseti The Theosophical Fellowship og sonur hans tónskáldið Benjamin De Murashkin. Shri Pauli mun halda erindi byggt á kennslu Anöndu Töru Shan og Benjamin verður með píanótónleika í kirkjunni þar sem hann leikur af fingrum fram (improviserar). Er þetta í fjórða sinn sem Benjamin heldur tónleika á Wesak dögum. Þátttakendur skrái sig í Nýju Avalon miðstöðinni.

Kyrrðardagar Sólheimum – Wesak

By News

Dagana 1. til 3. maí verða Kyrrðardagar á Sólheimum í Grímsnesi. Dagarnir eru haldnir í tilefni af Wesakhátíðinni sem fram fer ár hvert á fullu tungi í nautsmerki. Hátíðin er ein af þremur stórhátíðum á fullu tungli að vori, um páska, Wasak á fullu tungli í nautsmerki og á fullu tungli í tvíburamerki.

Auk hugleiðslna, fyrirlestra og samveru bæði úti og inni mun tónskáldið Benjamin de Murashkin flytja eigin verk á píanóið í kirkjunni og improvisera. 

Þátttöku þarf að staðfesta fyrir 15. apríl. Sömuleiðis þarf að staðfesta gistingu fyrir þann tíma. Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir þá sem kaupa gistingu annars kr. 5.000.-