Guðspekisamtökin standa fyrir dagskrá á Grand hótel Reykjavík helgina 19. og 20. september. Gestir eru ástralski guðspekikennarinn Ananda Tara Shan sem jafnframt er stofnandi Guðspekisamtakanna og Tarajyoti Govinda sálfræðingur og andlegur heilari.
Laugardaginn 19. september frá kl. 15 – 18 mun Ananda Tara Shan segja frá Maitreya og Börnum hjartans. Síðan svarar hún spurningum frá þátttakendum. Ætlunin er að skapa afslappað síðdegi með samræðum og upplyftandi tónlist sem flutt verður af áströlskum tónlistarmönnum.