Á aðalfundi Íslenska heilunarfélagsins 7. maí 1991 var ákveðið að Íslenska heilunarfélagið sem stofnað var í október 1987, og hefur haft það að aðalhlutverki að reka Norræna heilunarskólann, var lagt niður og á grunni þess voru Ljósheimar stofnaðir. Ljósheimar eru hluti að alþjóðlegri hreyfingu The Theosophical Fellowship eða Guðspekisamtökin sem hafa höfuðstöðvar í Ástralíu, og eru miðstöð innan samtakanna. Ananda Tara Shan er stofnandi Guðspekisamtakanna. Hún er einnig stofandi Norræna heilunarskólans (Scandinavian healerschool).