Dagana 21. til 23. apríl verða árlegir kyrrðardagar á Sólheimum.
Gestir á Kyrrðardögum að þessu sinni eru Shri Pauli T. Pallesen alþjóðaforseti The Theosophical Fellowship og sonur hans tónskáldið Benjamin De Murashkin. Shri Pauli mun halda erindi byggt á kennslu Anöndu Töru Shan og Benjamin verður með píanótónleika í kirkjunni þar sem hann leikur af fingrum fram (improviserar). Er þetta í fjórða sinn sem Benjamin heldur tónleika á Wesak dögum. Þátttakendur skrái sig í Nýju Avalon miðstöðinni.