Skip to main content

Dagana 1. til 3. maí verða Kyrrðardagar á Sólheimum í Grímsnesi. Dagarnir eru haldnir í tilefni af Wesakhátíðinni sem fram fer ár hvert á fullu tungi í nautsmerki. Hátíðin er ein af þremur stórhátíðum á fullu tungli að vori, um páska, Wasak á fullu tungli í nautsmerki og á fullu tungli í tvíburamerki.

Auk hugleiðslna, fyrirlestra og samveru bæði úti og inni mun tónskáldið Benjamin de Murashkin flytja eigin verk á píanóið í kirkjunni og improvisera. 

Þátttöku þarf að staðfesta fyrir 15. apríl. Sömuleiðis þarf að staðfesta gistingu fyrir þann tíma. Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir þá sem kaupa gistingu annars kr. 5.000.-