Skip to main content

Kirkja hins upprisna lífs stofnuð á Íslandi

By mars 10, 2009apríl 16th, 2021Fréttir

10. mars sl. var Kirkja hins upprisna lífs stofnuð hér á landi. Kirkjan fékk skráningu sem trúfélag hjá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu í byrjun mánaðarins. Forstöðumaður trúfélagsins er Eldey Huld Jónsdóttir.

Kirkja hins upprisna lífs byggir á lögmálum guðspekinnar, guðdómlegri visku aldanna.

Hún er tileinkuð heilun jarðarinnar og mannkynsins í ljósi Anda Upprisunnar og Herrans Jesú.

Einkunnarorð kirkjunnar eru:

Þegar þrír safnast saman í mínu nafni, þá er ég þar.

Þegar einhver biður einlæglega til Guðs, þá er ég þar.

Þegar einhver fórnar einhverju af sjálfum sér/sjálfri sér fyrir góðan málsstað, þá er ég með honum/henni.

Þegar einhver verndar bróður sinn eða systur á jörðu með tali sínu, með gjörðum sínum þá er hann/hún með mér.

Þannig er ég ávallt til staðar fyrir alla sem óska þess að ég sé til.

Jesús

(Úr Lifandi Orði Helgistjórnarinnar eftir Ananda Tara Shan).