Skip to main content
All Posts By

premisadmin

Innsetning í heimsþjónustustarf – námskeið með Else Sildorf

By Fréttir

Öllum sem vilja veita aðstoð sína á hagnýtan andlegan hátt er boðið upp á kennslu til að auðvelda þeim að sinna heilunarstarfi á heimsvísu. Á námskeiðinu verður hagnýt og fræðileg kennsla um:

* Að skilja plánetuveruna og heimsheilun.

* Helgistjórnina, innri stjórn jarðar og hlutverk og ábyrgð mannkynsins

* Samvinnu við Avatar Samrunans

* Vinnu með Herranum Maitreya

* Að vinna með englum

* Hvernig á að stjórna Heimsheilunarþjónustu

* Hvernig á að leiða orku

*Rétt notkun tónlistar í heilun

Kennari er Else Sildorff frá Danmörku en hún leiðir starf Guðspekisamtakanna í Kaupmannahöfn og er ein af stofnendum og aðalkennurum Guðspeki-Heilunarskólans þar í landi.

Námskeiðið verður laugardaginn 13. febrúar kl. 10 – 18 og er opið öllum 18 ára og eldri. Kennsla fer fram á ensku en þýtt er á íslensku. Skráning á skrifstofu og er aðgangur ókeypis.