Skip to main content

Gestir Nýju Avalon miðstöðvarinnar þetta haustið eru þau Arjuna Govinda frá Ástralíu og Dorthe Klar frá Danmörku. Þau standa fyrir notalegum kvöldtónleikum 5. október kl 19 þar sem þau flytja tónlist frá hjartanu. Tónlistin er úr ýmsum áttum meðal annars möntrusöngur, innblásin lög og íhugunartónlist. Þau flytja söngva sem tengja hlustendur við andann, gleðina og innri frið. Aðgangur er ókeypis.