DAGSKRÁ NÝJU AVALON MIÐSTÖÐVARINNAR
JANÚAR – JÚNÍ 2019

Í Nýju Avalon miðstöðinni fer fram dagskrá mánuðina september til júní ár hvert. Þar ber mest á  heilunarþjónustum sem eru þrjá sunnudaga í mánuði. Einnig fara fram heilunarkvöld og námskeið ýmis konar en oftast tengd heilun, hugleiðslu og andlegri iðkun. Samtökin fá reglulega gesti erlendis frá, í flestum tilfellum frá öðrum miðstöðvum samtakanna sem halda ýmis námskeið, fyrirlestra og tónleika.

JANÚAR

Sunnud. 27 kl. 10:15 Hjartaheilunarþjónusta*

FEBRÚAR

Sunnud. 10. kl. 10:15 Maitreyaþjónusta

Sunnud. 17. kl. 10:15 Heilunarþjónusta hinnar heilögu Móður*

Sunnud. 24. kl. 10:15 Hjartaflæði heilunarþjónusta

MARS

Sunnud. 10. kl. 10:15 Upprisna lífs þjónusta* og 10 ára afmæli Kirkju hins upprisna lífs

Sunnud. 17. kl. 10:15 Maitreyaþjónusta

Fimmtud. 21. kl. 19:00 Heilunarhringur Magdalenu

Sunnud. 24. kl. 10:15 Hjartaflæði heilunarþjónusta

APRÍL

Sunnud. 7. kl. 10:15 Maitreyaþjónusta

Sunnud. 21. kl. 10:15 Páskaþjónusta*

Sunnud. 28. kl. 10:15 Hjartaflæði heilunarþjónusta

MAÍ

Sunnud. 5. kl. 10:15 Maitreyaþjónusta

Fimmtud. 9. kl. 19:00 Heilunarhringur Magdalenu

Fimmtud. 16. Kyrrðardagar á Sólheimum

Föstud. 17. Kyrrðardagar á Sólheimum

Laugard. 18. Kyrrðardagar á Sólheimum, Wesakþjónusta*

Sunnud. 19. Kyrrðardagar á Sólheimum

Sunnud. 26. kl. 10:15 Hjartaflæði heilunarþjónusta

JÚNÍ

Sunnud. 2. kl. 10:15 Maitreyaþjónusta

Fimmtud. 6. kl. 19:00 Heilunarhringur hinnar heilögu Móður

Sunnud. 16. kl. 10:15 Asalahátíð, þjónusta*

Um dagskrána 

Sérhver þjónusta hefur sitt eigið þema. Áhersla er lögð á heilun jarðarinnar og mannkynsins í gegnum hugleiðslu og ákallanir á mismunandi orku og eiginleika. Í lok þjónustanna fá þátttakendur áruhreinsun og einstaklingsheilun nema í þeim sem eru merktar með stjörnu*. Þjónustur merktar með* fara fram í Kirkju hins upprisna lífs. Þær eru með tvær hugleiðslur og er sú síðari heilunarhugleiðsla.

Heilunarhringir. Í Nýju Avalon miðstöðinni eru starfræktar þrjár heilunarreglur. Það eru Heilunarregla Lafði Yasodhara, Heilunarregla systra Magdalenu og Heilunarregla hinnar heilögu Móður. Heilunarhringirnir eru byggðir á bæn og hugleiðslu þar sem send er heilun til þeirra sem eiga nafn sitt í bænabók. Að auki fá þátttakendur heilun og í lokin er jarðarheilun. Aðgangur er ókeypis.

Kyrrðardagar á Sólheimum, Grímsnesi verða dagana 16. til 19. maí. Gestir kyrrðardaga eru Benjamin de Murashkin, tónskál og píanóleikari og Shri Pauli T. Pallesen forseti Guðspekisamtakanna. Þátttakendur þurfa að skrá sig fyrir lok febrúar. Dagskráin er ókeypis en þátttakendur greiða fyrir gistingu og kvöldverð auk þess að taka með sér nesti fyrir aðrar máltíðir. Fyrirspurnir sendist á info@nyjaavalon.is.

ATH: Bænabók liggur frammi í þjónustum og á heilunarkvöldum til heilunar þeim sem eiga nafn sitt í bókinni. Það er aðeins gert með samþykki viðkomanda.

Dagskrárliðir samtakanna eru opnir öllum 16 ára og eldri. Ekki er hleypt inn eftir að dagskrá hefst þ.e. 10 mínútum eftir uppgefinn tíma, nema um sé að ræða fyrirlestur og/eða námskeið.

Dagskrárliðir eru ókeypis nema annað sé tekið fram.

Lokuð dagskrá fyrir félagsmenn er auglýst í miðstöðinni.

Miðstöðin áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá ef þörf krefur.