Skip to main content

Hvað er guðspeki?

Guðspeki (e. theo-sophia, (guðdómleg viska)) er dulspeki trúarbragða allra tíma og kjarni sannleikans í öllum trúarbrögðum heims.

„Guðspeki þýðir það að aðhyllast öll trúarbrögð sem koma frá hinum eina Guði sem sendir til jarðar mismunandi boðbera til að koma á framfæri trúarbrögðum er henta mismunandi kynþáttum mannkynsins sem hafa gengið á jörðinni í langan tíma.
Í guðspeki þá aðhyllumst við búddisma og hindúisma, múhameðstrú, gyðingdóm og egypska heimspeki – allt sem hægt er að kalla trúarbrögð eða heimspeki, því guðspeki inniber allt þetta.
Við erum ekki ein trúarbrögð, við erum öll trúarbrögð.
Guðspeki er Móðir allra trúarbragða og myndar grunninn, allt frá örófi alda, fyrir öll trúarbrögð og heimspekireglur sem þið vitið um að hafa verið stofnsett, einnig þau trúarbrögð sem ekki er alveg búið að koma á laggirnar hér á jörðu.“
(Ananda Tara Shan, 2002, What Theosophy Really Means).

Guðspekin gefur greinargóða lýsingu á þróun sálarinnar og þau lögmál sem hafa áhrif á líf allra hér á jörðu. Má þar nefna karmalögmálið og lögmál endurholdgunar. Guðspekin greinir okkur frá uppbyggingu alheimsins, andlegri uppbyggingu mannsins og hvernig maðurinn getur með andlegri iðkun haft áhrif á líf sitt og örlög jafnhliða því að örva andlegan þroska sinn.